Gunnar Birgisson stýrir Skaftárhreppi

Gunnar Ingi Birgisson.
Gunnar Ingi Birgisson. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi og síðast í Fjallabyggð, hefur verið ráðinn tímabundið sem sveitarstjóri í Skaftárhreppi.

Hann mætir til starfa á Kirkjubæjarklaustri strax eftir næstu helgi og er ráðinn til starfa í tvo mánuði.

Sandra Brá Jóhannsdóttir, sem verið hefur sveitarstjóri undanfarin ár, er í veikindaleyfi og verður út apríl. Eva Björk Harðardóttir oddviti hefur gegnt sveitarstjórastarfinu frá áramótum en nú hleypur Gunnar í skarðið. „Ég fór í tékk hjá lækni og heilsan er góð. Fyrir austan eru næg verkefni eins og jafnan í rekstri sveitarfélags, en þarna kem ég inn sem ráðgjafi meðan sveitarstjórinn er leyfi,“ segir Gunnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert