Kallað eftir kjarasamningum strax

Fulltrúar Eflingar og Reykjavíkurborgar funduðu hjá Ríkissáttasemjara í gær. Lítið …
Fulltrúar Eflingar og Reykjavíkurborgar funduðu hjá Ríkissáttasemjara í gær. Lítið miðaði í samkomulagsátt, segir Efling. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sjónarmið fólks í baklandi okkar eru alveg skýr. Þolinmæðin er á þrotum og fólk kallar eftir kjarasamningum strax,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

„Nú eru tíu mánuðir síðan samningar okkar losnuðu. Í fyrstu sýndum við mikla þolinmæði vegna þess hve flókin viðfangsefnin eru en við munum ekki láta þreyta okkur til kjarasamningsgerðar. Það eru mörg stór mál sem enn standa út af borðinu og ef ekkert miðar áfram stefnir allt í þá átt að til verkfalla komi.“

Síðdegis á morgun, fimmtudag, kl. 17, standa BSRB, BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir fundi í Háskólabíói þar sem þrýst verður á um gerð nýrra kjarasamninga. Forystufólk úr þessum félögum talar á fundinum, sem einnig verður streymt á fundum sem verða haldnir á sama tíma víða í byggðum úti um landið.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sonja Ýr fólk vera orðið langeygt eftir lausn á sínum málum og talar um seinagang viðsemjenda BSRB, sem eru samninganefndir ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert