Maðurinn sem grófst undir er fundinn

Snjóflóð í Móskarðshnjúkum. Björgunarsveitir á vettvangi.
Snjóflóð í Móskarðshnjúkum. Björgunarsveitir á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maðurinn sem grófst undir í snjóflóði sem féll í Móskarðshnúkum á fyrsta tímanum í dag er fundinn. Verið er að flytja hann á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem er þangað væntanleg á næstu mínútum.

Þetta staðfesta bæði Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Snjóflóðið féll á göngu­leiðina upp í Mósk­arðshnúka.
Snjóflóðið féll á göngu­leiðina upp í Mósk­arðshnúka. mbl.is/Kristinn

Samkvæmt þeim fyrrnefnda voru þrír menn á svæðinu þar sem snjóflóðið féll, á gönguleiðinni upp í Móskarðshnúka í Esjunni. Einn lenti undir flóðinu og er eins og áður segir á leið á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Hinir tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Ekki fást upplýsingar um líðan neins þeirra að svo stöddu.

Útkall vegna snjóflóðsins barst klukkan 12:32 og fannst maðurinn, sem grófst undir snjóflóðið, klukkan 14:25.

Björgunaraðgerðum á svæðinu er lokið en enn er unnið á vettvangi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Snjóflóð í Móskarðshnjúkum. Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan á vettvangi.
Snjóflóð í Móskarðshnjúkum. Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert