Afbókunum og fyrirspurnum fjölgar

Undirbúningsstarf stendur yfir á Landspítala vegna veirunnar.
Undirbúningsstarf stendur yfir á Landspítala vegna veirunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn er ekki vitað hversu víðtæk áhrif kórónaveiran og aðgerðir gegn henni munu hafa á íslenska ferðaþjónustu, en bæði hótel og ferðaþjónustufyrirtæki eru farin að fá afbókanir og fyrirspurnir um afbókunarskilmála frá ferðamönnum í tengslum við faraldurinn.

Veiran á upptök sín að rekja til Wuhan í Kína en töluverður fjöldi hefur látið lífið vegna hennar og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á heimsvísu. Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs hjá Ferðamálastofu, segir áhrifin á ferðaþjónustuna ráðast af því hversu lengi neyðarástand ríkir vegna veirunnar. Sóttvarnalæknir segir þó enn langt í að hægt sé að binda vonir við fréttir um ný lyf og bóluefni gegn veirunni.

„Við finnum fyrir þessu. Það sem við heyrum í greininni er að það eru að byrja afbókanir og annað þess háttar. En það er spurning hvað verður um framhaldið. Það ræðst af því hversu lengi þetta verður hver áhrifin verða,“ segir Elías í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hann segist þó telja að áhrif veirunnar á ferðaþjónustuna hér á landi muni líklega verða minni en ætla mætti vegna lágannatíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert