Íbúðum fjölgað í Hagahverfi

Framkvæmdir við Hagahverfi ganga samkvæmt áætlun en þar verður þjónustusvæði, …
Framkvæmdir við Hagahverfi ganga samkvæmt áætlun en þar verður þjónustusvæði, skipulögð útivistar- og leiksvæði í blandaðri byggð einbýlis-, rað-, og fjölbýlishúsa. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Fleiri íbúðir verða byggðar í Hagahverfi á Akureyri, nýjasta hverfi bæjarins, en í fyrstu var gert ráð fyrir. Í deiliskipulagi var sett ákveðið lágmark, 540 íbúðir, en gert ráð fyrir möguleika á að byggja meira og sú hefur orðið raunin.

Fleiri íbúðir og væntanlega þá fleiri íbúar verða því í hverfinu, en nú er gert ráð fyrir að í allt verði byggðar að lágmarki um 700 íbúðir í Hagahverfi.

Framkvæmdir við Hagahverfi ganga samkvæmt áætlun. Hverfið gengur suður af Naustahverfi og er námunda við helstu útivistarperlur Akureyrar, Kjarnaskóg og Naustaborgir. Gert er ráð fyrir að leikskóli verði byggður í hverfinu en þar verður ekki grunnskóli, þar verður þjónustusvæði, skipulögð útivistar- og leiksvæði í blandaðri byggð, einbýlis-, rað-, og fjölbýlishúsa.

Öllum lóðum hefur verið úthlutað nema einbýlishúsalóðum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »