„Afskaplega fáir í flugstöðinni“

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/​Hari

Telja má þá farþega á fingrum annarrar handar sem eru staddir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar núna á meðan óveðrið gengur yfir landið.

„Það eru afskaplega fáir í flugstöðinni. Mögulega eru þarna einhverjir farþegar sem hafa komið í gærkvöldi,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavaia.

„Skilaboðin hafa greinilega komist vel til skila til farþega, að það væri ekki verið að fljúga og að það ætti ekki að koma í flugstöðina,“ segir hann.

Ekkert hefur verið flogið til eða frá Keflavíkurflugvelli í morgun og öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst. Engar flugvélar eru á flugvellinum. Flugvélar Icelandair eru allar úti. Þær komu ekki frá Norður-Ameríku í morgun en gætu komið síðar í dag ef veður leyfir.

mbl.is