Engar samningaviðræður fyrirhugaðar

Frá fundi Eflingar og borgarinnar 28. janúar.
Frá fundi Eflingar og borgarinnar 28. janúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn er enginn fundur fyrirhugaður í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar, að sögn Hörpu Ólafsdóttur, formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg á miðnætti aðfaranótt mánudags.

Síðast funduðu deiluaðilar 7. janúar en vararíkissáttasemjari blés fund sem var fyrirhugaður síðastliðinn mánudag af. Sátta­semj­ari taldi ekki skila ár­angri að funda á þeim tíma­punkti.

Á meðal félagsmanna Eflingar sem fara í verkfall eru leikskólastarfsfólk, starfsfólk hjúkrunarheimila og starfsfólk sem vinnur við sorphirðu. 

Harpa Ólafs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar borg­ar­inn­ar.
Harpa Ólafs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar borg­ar­inn­ar. Ljósmynd/Aðsend

Harpa segir að það sé í höndum ríkissáttasemjara að boða deiluaðilana á fund. Spurð hvort útlit sé fyrir langt verkfall segir Harpa að hún geti ekki sagt til um það. 

„Við vonumst bara til að fá að mæta á fund og ná sáttum í deilunni sem fyrst.“

Verk­fallið hef­ur áhrif á 1.650 not­end­ur vel­ferðarþjón­ustu borg­ar­inn­ar. Eft­ir því sem verk­fallið leng­ist mun það hafa áhrif á sorp­hirðu í Reykja­vík og aðra um­hirðu borg­ar­lands­ins. Um 1.850 manns í Efl­ingu starfa hjá borg­inni á um 129 starfs­stöðvum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert