Líklega kjálkabrotinn eftir viðskipti við lögreglu

Atvikið átti sér stað um klukkan fjögur í nótt.
Atvikið átti sér stað um klukkan fjögur í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður á þrítugsaldri er líklega kjálkabrotinn eftir að lögregluþjónn skellti honum í jörðina þar sem maðurinn fylgdist með og tók upp aðra handtöku lögreglunnar í miðborg Reykjavíkur í nótt.

Greint er frá málinu á vef Fréttablaðsins.

Þar segir að við höggið hafi brotnað upp úr sex tönnum í manninum og hann hlotið skurð á hökuna.

Maðurinn hyggst ráðfæra sig við lögfræðing um framhaldið. Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir, lög­reglu­stjóri á höfuð­borgar­svæðinu, sagðist hafa óskað eftir því að málið yrði skoðað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert