100 km ganga í febrúarveðrinu

Fjórir strákar hyggjast ganga frá Mosfellsbæ að Borgarnesi um helgina en markmiðið er að safna fé til að styrkja föður eins þeirra sem greindist með krabbamein á fjórða stigi á dögunum. Þeir gera ráð fyrir að ganga í 48 tíma samfellt. 

Fjórmenningarnir Hákon Aðalsteinsson, Ásmundur Ólafsson, Aron Breki Daníelsson og Benjamín Heimisson hafa verið vinir frá því í æsku og eru allir í björgunarsveitarstarfi. Það er Heimir Hilmarsson faðir Benjamíns sem glímir við veikindin.

Í myndskeiðinu er rætt við strákana sem allir eru átján ára gamlir. Þeir segjast allir stunda útivist af miklum krafti og séu ágætlega undirbúnir fyrir verkefnið þótt gangan sé vissulega lengri en þeir eigi að venjast.

Hægt er að styðja við strákana með því að leggja inn á reikning:

Kt: 230401-2090

0545-14-002774

Hægt verður að fylgjast með á samfélagsmiðlum. Á instagraminu: @Adrenaline_iceland og þeir benda fólki á myllumerkið #Hjálpumstað til að fylgjast með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert