Efling lét vel í sér heyra á Jafnréttisþingi

Félagsmenn Eflingar létu vel í sér heyra á Jafnréttisþingi í …
Félagsmenn Eflingar létu vel í sér heyra á Jafnréttisþingi í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Félagsmenn Eflingar stéttarfélags vöktu athygli á virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum og lágum launum kvennastétta á Jafnréttisþingi í Hörpu í dag.

Talsvert stór hópur fólks gekk fylktu liði frá Eflingarhúsinu við Guðrúnartún 1 á setninguna í Hörpu. Hópurinn gekk rakleiðis inn í fundarsalinn og lét vel í sér heyra fyrir setninguna og einnig eftir ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem setti þingið.

Spjöld voru á lofti og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, krafðist jafnréttis og réttlátra launa fyrir kvennastéttir, eins og vel mátti heyra þegar hún tók til máls á gólfinu við hlið sviðsins með gjallarhorn á lofti.      



Krafist var jafnréttis og réttlátra launa fyrir störf kvennastétta.
Krafist var jafnréttis og réttlátra launa fyrir störf kvennastétta. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert