Afsláttur til að örva framkvæmdir

Frá Grundarfirði.
Frá Grundarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt afslátt á gatnagerðargjöldum í því skyni að ýta undir nýjar íbúðarbyggingar, auk byggingar atvinnuhúsnæðis.

Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri segir að skortur hafi verið á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu um nokkurt skeið. Hún segist finna fyrir áhuga yngra fólks sem vilji setjast að í bænum og auknum áhuga á nýbyggingum.

Íbúar í Grundarfjarðarbæ eru nú 877 og fjölgaði um einn í fyrra. „Okkur hafði fækkað nokkuð síðustu ár, en vonum að nú séum við að ná ákveðnu jafnvægi og vonumst til að fara upp á við aftur næstu misserin,“ segir Björg. „Það hefur mjög margt jákvætt gerst í atvinnulífi svæðisins og við viljum greiða fyrir nýbyggingum þannig að fólk geti fundið hentugt húsnæði hér. Auk þess er nýtt aðalskipulag á lokametrunum. Þar er lagður grunnur að því að bæta við lóðum og að ný íbúðarsvæði verði tilbúin þegar á þeim þarf að halda.“

Samþykkt bæjarstjórnar um gatnagerðargjöldin er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða lækkun gatnagerðargjalds á íbúðarhúsnæði samkvæmt gjaldskrá bæjarins og hins vegar er tímabundinn sex mánaða 50% afsláttur á tilgreindum íbúðar- og atvinnulóðum, sem verið hafa til úthlutunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka