Sólargeislarnir voru sendir heim

Siggi og Logi áttu góðar stundir með hlustendum K100 úti …
Siggi og Logi áttu góðar stundir með hlustendum K100 úti á Tenerife á dögunum og færðu Íslendingum sólina heim í beinni útsendingu. Ljósmynd/K100

Það var mikill gestagangur og gleði á svölunum hjá Loga Bergmann og Sigga Gunnars á Castle Harbour-hótelinu á Tenerife í síðustu viku. Sendu þeir félagar þrjá þætti út í síðustu viku frá „paradísareyjunni“; eins og margir kalla hana.

„Útsendingin heppnaðist mjög vel. Það er ótrúlegt hvað heimurinn er orðinn lítill. Maður þarf eitt tæki, nettengingu í gegnum 4g og nokkra míkrófóna og maður er farinn að senda út útvarpsþátt niður undir miðbaug heim til Íslands,“ segir Siggi spurður hvort það hafi ekki verið neitt mál að senda heilan þátt frá öðru landi.

„Við fengum til okkar fullt af skemmtilegum gestum sem höfðu frá mörgu merkilegu að segja. T.d. kom Anna Kristjáns til okkar en hún hefur búið þarna í hálft ár og lætur vel af því,“ segir Logi, spurður um dvölina á Tenerife. Öll viðtölin er hægt að nálgast á heimasíðu K100 á k100.is.

Hápunktur ferðarinnar var svo á föstudag þegar þeir félagar gáfu heppnum hlustanda ferð í sólina með Heimsferðum. Það var hann Þórarinn Þórarinsson sem hreppti hnossið og var að vonum himinlifandi. Þurftu hlustendur að leysa nokkuð erfiða lagaþraut til þess að eiga möguleika á vinningnum og Þórarinn rak upp öskur þegar hann fékk að vita að hann hefði svarað rétt.

„Þetta var virkilega gaman og hver veit hverju við tökum upp á næst,“ segir Siggi að lokum.

Hlustaðu á það þegar Þórarinn Þórarinsson vinnur ferð til Tenerife í beinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert