Hundruðum flugferða aflýst á Kanarí vegna sandstorms

Svona var útsýnið af svölum fjölbýlishúss á Costa Adeje á …
Svona var útsýnið af svölum fjölbýlishúss á Costa Adeje á Tenerife í gær, þaðan sem sést til sjávar í góðu skyggni. Ljósmynd/Anna Birna Sæmundsdóttir

Flugsamgöngur á Kanaríeyjum lágu niðri í gær vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar. Aflýsa þurfti hundruðum flugferða, þeirra á meðal ferðum Norwegian milli Keflavíkur og Tenerife, stærstu eyjar eyjaklasans.

Sandurinn á upptök sín í Sahara-eyðimörkinni, en Tenerife er um 100 kílómetrum undan ströndum Marokkó. Þótt slíkir stormar séu þekktir hefur ástandið ekki verið jafnslæmt í 20 ár, að sögn Karls Rafnssonar, fararstjóra ferðaskrifstofunnar Vita á Tenerife.

Styrkur svifryks mældist í gær tífaldur á við það sem eðlilegt þykir og var skyggni afar slæmt. Þá náði vindhraði í hviðum allt að 33 metrum á sekúndu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert