Datt aftur fyrir sig og rotaðist

Konan var flutt á slysadeild.
Konan var flutt á slysadeild. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Kona datt aftur fyrir sig í Grafarvogi í gærkvöldi og talið er að hún hafi rotast. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um hálftólfleytið.

Konan var með meðvitund þegar sjúkrabíll kom á staðinn og var hún flutt til aðhlynningar á slysadeild.

Upp úr klukkan eitt í nótt var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi á veitingahúsi í miðbænum, grunaðan um eignaspjöll. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Umferðaróhapp varð á Sæbraut laust fyrir klukkan eitt í nótt. Tjónvaldur er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var ekki með ökuskírteini meðferðis.

Tilkynnt var um innbrot/þjófnað í verslun í miðbænum upp úr klukkan hálftvö í nótt.

Skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt um umferðaróhapp á Vesturlandsvegi. Bifreið var ekið á ljósastaur en engin slys urðu á fólki. Bifreiðin er óökufær.

mbl.is