Karlahlaupi frestað vegna verkfalls

Ljósmynd/Krabbameinsfélagið

Ákveðið hefur verið að fresta Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins sem átti að fara fram á sunnudag og marka þar með upphaf Mottumars í ár. Ástæðan er verkfall Eflingar.

„Vegna verkfalls Eflingar er of mikil óvissa um hvort félaginu sé kleift að halda Karlahlaupið á sunnudaginn eins og fyrirhugað var en félagsmenn Eflingar sjá um lokanir gatna og mokstur á stígum,“ er haft eftir Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagins.

Hún bætir við því að auðvitað sé um slæmt ástand að ræða og haft verður samband við alla þá sem höfðu skráð sig í hlaupið.

Ný dagsetning verður tilkynnt mjög fljótlega en stefnt er að því að hlaupið muni marka lok Mottumars í stað upphafs átaksins eins og ráðgert var enda trúum við því að samningsaðilar hafi þá náð saman. Kosturinn er að nú gefst karlmönnum enn betri tími til undirbúnings fyrir Karlahlaupið,“ er haft eftir Höllu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert