Engar heimsóknir í sóttkví

Ferðalöngum sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum kórónuveirunnar er ráðlagt að …
Ferðalöngum sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum kórónuveirunnar er ráðlagt að fara í 14 daga sóttkví á heimilum sínum. mbl.is/RAX

Sóttkví, sem fólk er kemur frá áhættusvæðum kórónuveirunnar er beðið að fara í, getur verið mjög íþyngjandi en hún er bráðnauðsynleg til að hindra útbreiðslu veirunnar.

Þannig má einstaklingur í sóttkví ekki fara út af heimili og á aðra staði nema brýna nauðsyn beri til, svo sem til að sækja heilbrigðisþjónustu og þá aðeins að höfðu samráði fyrirfram við heilsugæslu.

Heimilt er að fara út á svalir eða í garð við heimilið. Ef aðrir eru þar líka þarf sá sem er í sóttkví að halda sig í a.m.k. 1-2 m fjarlægð. Einstaklingur í sóttkví má fara í gönguferðir en þarf að halda sig í a.m.k. 1-2 m fjarlægð frá öðrum vegfarendum. Heimilt er líka að fara í bíltúr á einkabíl en ekki má eiga samskipti við aðra í návígi, t.d. við bílalúgur veitingastaða.

Einstaklingur í sóttkví má ekki nota almenningssamgöngur eða leigubíla og ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Hann má ekki fara á mannamót, hvort sem þau varða starf hans, fjölskyldu eða félagslíf. Ekki má dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, svo sem stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum / útivistarsvæðum. Einstaklingur í sóttkví má ekki taka á móti gestum á heimili sínu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert