Sýna heimsóknarbanni skilning

Seltjörn, hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi.
Seltjörn, hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi. mbl.is/​Hari

Stjórnendur stórra hjúkrunarheimila segja að vel gangi að framfylgja heimsóknabanni. Aðstandendur og íbúar sýni aðgerðunum almennt skilning en vissulega þurfi að skýra málið sérstaklega út fyrir sumum.

Á heimilum Hrafnistu og Grundar er lögð áhersla á að starfsmenn stoðdeilda séu inni á deildunum til að auka virkni þar og róa íbúa.

Í kjölfar þess að almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar gripu stjórnendur hjúkrunarheimila almennt til þess ráðs að banna eða takmarka mjög heimsóknir til íbúa heimilanna. Tilgangurinn er vitaskuld að reyna að vernda í lengstu lög þann hóp sem sjúkdómurinn leggst þyngst á.

„Þetta eru aðstæður sem við höfum aldrei verið í áður. Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Aðstandendur og íbúar hafa sýnt þessu skilning og margir raunar sent okkur hvatningu. Einstaka er með spurningar, sem við reynum að svara eftir bestu getu,“ segir María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert