Björgunarsveitir kallaðar út á Norðausturlandi vegna veðurs

Svona er um að litast á Öxnadalsheiðinni þessa stundina og …
Svona er um að litast á Öxnadalsheiðinni þessa stundina og hefur veginum verið lokað. Ljósmynd/Vegagerðin

Versnandi verður er á Norðurlandi eystra þessa stundina og hefur vegunum um Öxnadalsheiði og Ljósavatnsskarð verið lokað. Óskað hefur verið liðsinnis björgunarsveita vegna fjölda fólks og ökutækja sem þarfnast aðstoðar.

Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu og hvetur alla sem eru á faraldsfæti að fylgjast vel með upplýsingum um á síðum Vegagerðarinnar og Veðurstofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert