Hámark faraldursins gæti verið 7. apríl

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Ævar Pálmi Pálma­son …
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Ævar Pálmi Pálma­son á fundinum í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Alma Möller landlæknir kynnti í dag spálíkan sem taki mið af því hvernig faraldurinn fari af stað á Íslandi og líka hvernig hann hafi verið annars staðar, m.a. í Kína, Suður-Kóreu á Ítalíu. 

„Það er ekki búið að vinna þetta líkan að fullu en við erum byrjuð að skoða hvert álagið á heilbrigðiskerfið getur orðið, samkvæmt spánni, og nú tekur það mið af tölum liðinna daga, og kannski þarf að uppfæra spána miðað við fjölda tilfella í gær, en þá benti meðalspá til þess að 7. apríl væri hámark faraldurs og þá væru 40 sjúklingar á sjúkrahúsi. Verri spá væri að 110 sjúklingar væru á sjúkrahúsi,“ sagði Alma á daglegum upplýsingafundi embættis landlæknis og almannavarna í dag. 

Þá voru gjörgæsluinnlagnir skoðaðar sérstaklega. Miðað við meðalspá væru samtals og uppsafnaðar innlagnir, þ.e. ekki á hverjum tíma, sjö 14. apríl en verri spá áætlar 30 sjúklinga. 

Alma tók fram að þetta sé sagt með fyrirvara og þurfi bæði að endurskoða og endurreikna. 

Covid.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert