Slökkvistarfi lauk klukkan 4

Fjölmennt lið slökkviliðsmanna tók þátt í slökkvistarfinu við Veltusund í …
Fjölmennt lið slökkviliðsmanna tók þátt í slökkvistarfinu við Veltusund í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkvistarfi lauk í húsnæði Pablo discobar við Veltusund 1 um fjögur í nótt. Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er tjónið mikið og mikil mildi að ekki fór verr.

Slökkviliðsmenn af öllum stöðvum höfuðborgarsvæðisins og aukamannskapur á frívöktum voru kallaðir út þegar tilkynnt var um eld í húsinu um klukkan 23 í gærkvöldi. 

Frá slökkvistarfi við Veltusund í nótt.
Frá slökkvistarfi við Veltusund í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrítugur maður var handtekinn á vettvangi og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er maðurinn vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Rjúfa þurfti þak hússins að hluta en að sögn varðstjóra í slökkviliðinu var eldurinn bundinn við þriðju hæð hússins þar sem Pablo discobar er til húsa. Töluverðar skemmdir urðu á húsnæðinu vegna elds, sóts og vatns á öllum hæðum hússins.

Bruna­vegg­ur er á milli hús­anna þar sem eld­ur­inn kom upp og beind­ist slökkvistarf einnig að því að passa að eld­ur bær­ist ekki í nær­liggj­andi hús. 

Lögreglan handtók einn á vettvangi en ekki er vitað hvort …
Lögreglan handtók einn á vettvangi en ekki er vitað hvort hann tengist eldsvoðanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið hefur afhent lögreglu vettvanginn og annast hún rannsókn á upptökum eldsvoðans. Ekki er vitað um eldsupptök en tæknideild lögreglunnar hefur rannsókn síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert