Úr flugi og garðyrkju í bakvörðinn

mbl.is

Um miðjan dag í gær höfðu um 500 manns skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar, tilbúnir að hjálpa til í baráttunni við kórónuveiruna. Skráningin hófst 11. mars sl. og nú þegar er farið að kalla fólk til starfa af þessum lista.

Af 496 sem höfðu skráð sig í gær voru t.d. 159 menntaðir hjúkrunarfræðingar, 154 sjúkraliðar, 62 læknar og 57 sjúkraflutningamenn.

Stór hluti hópsins hefur verið á eftirlaunum en aðrir hafa aðallega verið í öðrum störfum innan heilbrigðisgeirans. Enn aðrir í allt öðrum störfum, t.d. sem flugfreyjur og garðyrkjubændur.

224 af Landspítala í sóttkví

Skráning í bakvarðasveitina fer fram rafrænt á sérstökum eyðublöðum á vef heilbrigðisráðuneytisins. Ekki veitir af aðstoðinni því í gær voru 224 starfsmenn Landspítala í sóttkví og 25 í einangrun vegna veirunnar.

Sigríður Jónsdóttir, stefnumótunarsérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, segir heilbrigðisstofnanir sem ríkið rekur hafa aðgang að listanum og geta þar kallað inn fólk eftir þörfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert