Engin 5 daga skoðun á Landspítalanum

Nýburi
Nýburi AFP

Til að draga úr smithættu og létta á Landspítala hafa Sjúkratryggingar Íslands gert tímabundinn samning við ljósmæður um að auka vitjanaþjónustu sína í stað þess að svokölluð fimm daga skoðun fari fram á Landspítala. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Vakthafandi nýburalæknir á Landspítala mun styðja við þessa þjónustu í gegnum síma eftir því sem þörf er á. 

Um er að ræða tímabundna breytingu á rammasamningi SÍ við ljósmæður vegna fæðinga og umönnunar kvenna í heimahúsum. Að svo stöddu er gert ráð fyrir að þessi breyting gildi út maí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert