Faraldurinn mun breyta framtíðinni

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania

Möguleikar upplýsingatækni gera samfélagið vel undirbúið til að mæta kórónuveirunni og ógnum hennar.

Ástandið ýtir raunar hratt undir þá þróun að líf fólks verði í meira samræmi við það sem ný tækni gefur tilefni til, segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, í Morgunblaðinu í dag.

Aðeins um helmingur 500 starfsmanna Advania mætir nú í höfuðstöðvarnar. Aðrir rækja störf sín í fjarvinnslu. „Ekkert verður samt eftir COVID. Allt leitar í nýjan farveg; samskipti fólks, atvinnuhættir, verslun, ferðalög, menning og svo framvegis,“ segir Ægir Már, sem telur samkomubann hafa orðið erfitt í framkvæmd væru ekki á Íslandi sterkir innviðir og öflug fjarskipti. „Allt það sem við höfum tileinkað okkur á þeim tíma sem faraldurinn gengur yfir tökum við með okkur inn í framtíðina.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »