Tvö þúsund sýnatökupinnar til á landinu

Unnið er að því að fá fleiri sýnatökupinna til landsins.
Unnið er að því að fá fleiri sýnatökupinna til landsins. mbl.is/Hallur Már

„Það er ákveðið áhyggjuefni skortur á sýnatökupinnum. Menn eru með allar klær úti að reyna að fá sýnatökupinna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi. Í dag eru til 2 þúsund pinnar. 

Skortur á pinnum hefur meðal annars haft áhrif á getu Íslenskrar erfðagreiningar til sýnastöku. Frá því í síðustu viku hafa fá sýni verið tekin vegna þessa. Skoðað er hvort hægt sé að framleiða þessa sýnatökupinna hér á landi. 

Brýnt er fyrir heilbrigðisstarfsfólki að taka eingöngu sýni úr þeim einstaklingum sem eru veikir og sýna einkenni. Reyna að sleppa þeim sem sýna lítil sem engin einkenni. Þegar fleiri pinnar komast í umferð verður hægt að stækka hópinn sem sýni verða tekin úr.   

Þórólfur hvatti áfram almenning til sóttvarna því þetta væru bestu leiðirnar til að hefta útbreiðslu faraldursins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert