Fyrirtæki lesi af mælum til að minnka kostnað

Ljósmynd/Aðsend

Orka heimilanna hvetur rekstraraðila minni fyrirtækja, sem greiða rafmagn eftir áætlun og hafa hætt eða dregið verulega úr starfsemi, til að lesa af rafmagnsmælum og skila inn álestri einu sinni í mánuði á meðan þetta ástand varir. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Það eru fordæmalausar tímar og margir atvinnurekendur horfa fram á rekstrarerfiðleika vegna versnandi efnahagsaðstæðna. Margir hafa dregið verulega úr starfsemi eða jafnvel lokað alveg. Flest minni fyrirtæki greiða rafmagn eftir áætlun. Við viljum hvetja eigendur fyrirtækja sem eru í þessari stöðu til þess að lesa af rafmagnsmælum núna og svo um hver mánaðamót á meðan ástandið varir. Þannig kemur rafmagnsreikningur til með að lækka í hlutfalli við minni starfsemi,“ segir í tilkynningunni.

Álestrum er skilað inn til dreifiveitna á vefsíðum þeirra. Ef það er ekki gert fá fyrirtæki áfram reikninga eftir áætlun sem miðar við fulla starfsemi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert