Vindhviða feykti rútunni út af

mbl.is/Hari

Vindhviða feykti hópbifreið á vesturleið út af við Litlu Kaffistofuna í gærkvöldi. Hellisheiði var lokað í gærkvöldi og var heiðin lokuð þangað til á fjórða tímanum í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu meiddist enginn í rútunni og bifreiðin óskemmd. Að sögn ökumanns mun  mjög slæmt skyggni hafa verið á heiðinni og var ökuhraði  því lítill en um mjög sterka vindhviðu var að ræða.

mbl.is