Fljúga með troðnar þoturnar yfir hafið

Flutningaþota Icelandair hlaðin á Keflavíkurflugvelli.
Flutningaþota Icelandair hlaðin á Keflavíkurflugvelli.

Gunnar Már Sigurfinnsson, forstjóri Icelandair Cargo, segir að farþegaflugvélar Icelandair á leið til Bandaríkjanna séu troðnar af vörum.

„Við erum að troða allt að tuttugu tonnum af frakt í Boeing 767 breiðþoturnar, og nýtum þá pláss sem annars væri notað undir farangur fólks, enda er mun færra fólk í vélunum en áður. Þá erum við að ná að setja 10 tonn af frakt í Boeing 757-vélarnar. Þetta er óvenjuleg staða, en þetta er tvöfalt og þrefalt magn í farþegavélum á við það sem gerist og gengur í venjulegu ástandi. Við höfum svo bætt reglulega inn sérstöku fraktflugi til Boston í Bandaríkjunum til að flytja það sem kemst ekki í farþegakerfið.“

Spurður í Morgunblaðinu í dag hvort til greina komi að fljúga með frakt í farþegavélum án farþega segir Gunnar að allt komi til greina í því ástandi sem ríkir. „Þetta er þegar byrjað í einhverjum mæli í flutningum á Norður-Atlantshafinu, og er í skoðun hjá öllum flugfélögum í dag.“

Gunnar nefnir dæmi af norskum eldislaxi. Hann sé í dag lokaður inni í töluverðum mæli, og Norðmenn leiti leiða til að koma laxinum á markað. „Þeir hafa spurt okkur um lausnir í þessum efnum, og myndu þá vilja borga álag á flutningsverðið til að koma vörunni á markað. Við erum að skoða það þessa dagana, en engin ákvörðun hefur verið tekin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »