Hugsanlega hægt að nota pinnana

Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar í Turninum í Kópavogi.
Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar í Turninum í Kópavogi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sýnatökupinnarnir vegna kórónuveirunnar sem Össur útvegaði og Íslensk erfðagreining sagði ónothæfa hafa verið prófaðir á tveimur heilsugæslustöðvum í dag. Sýnatökum lýkur síðar í dag og eftir það kemur í ljós hvort hægt verður að nota þá.

Þetta segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Hann segir að fullyrðing ÍE um að pinnarnir, sem eru um 20 þúsund talsins, virkuðu ekki hafi líklega verið byggð á misskilningi. „Þessar niðurstöður sem komu í gær voru ekki eins og við vildum hafa þær en það geta verið góðar skýringar á því sem útiloka ekki að við getum notað þessa pinna,“ segir Karl.

Þess vegna var ákveðið að prófa pinnana aftur í dag og taka þá tvö sýni úr sömu sjúklingum með pinnunum sem hafa verið í notkun og pinnunum sem Össur útvegaði.

Tvö þúsund pinnar bætast við

Hann bætir við að útlit sé fyrir að tvö þúsund sýnatökupinnar bætist við í dag frá umboðsaðila á Íslandi. „Þetta fleytir okkur aðeins áfram, þó að þetta dugi ekki til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert