5% atvinnuleysi í febrúar

Hagstofa Íslands.
Hagstofa Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöldi atvinnulausra í febrúar var um 10.300 samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar eða 5% af vinnuaflinu. Árstíðarleiðrétt atvinnuþátttaka var 80,4% á meðan árstíðarleiðrétt hlutfall starfandi var 77,5%.

Árstíðarleiðrétt leitni atvinnuleysis síðustu 6 mánaða hefur stigið lítillega, eða úr 3,7% í september í 4,0% í febrúar. Á sama tíma fór leitni hlutfalls starfandi úr 77,8% í 77,6%. Atvinnuþátttaka fór hins vegar úr 80,8% í 81,1% á sama tímabili.

Samkvæmt óleiðréttri mælingu er áætlað að um 203.100 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í febrúar 2020. Það jafngildir 78,2% (±2,6) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að um 192.900 (±5.100) manns hafi verið starfandi, en 10.200 (±3.000) án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var þannig rétt um 74,3% (±2,7) á meðan óleiðrétt atvinnuleysi mældist 5,0% (±1,5).

Þegar hlutfall atvinnulausra er borið saman við febrúar 2019 má sjá að atvinnuleysi hefur aukist um 1,8 prósentustig og hlutfall starfandi lækkað yfir sama tímabil um 2,1 prósentustig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert