Vara við óprúttnum aðilum sem taka slökkvitæki

mbl.is/Hjörtur

Brunavarnir Árnessýslu vara fólk við því að hleypa aðilum inn til sín sem segjast vera frá þeim komnir og ætli sér að fara yfir slökkvitæki og reykskynjara heimilisins. En það barst brunavörnunum til eyrna að slík atvik hefðu átt sér stað. Tóku aðilarnir slökkvitækin en skiluðu sér ekki aftur. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Við viljum taka fram að Brunavarnir Árnessýslur eru ekki að senda menn í heimahús til þessa verka og ef svo væri, þá væru þeir merktir og með skilríki,“ segir í tilkynningunni.

Ef einhverjir fleiri hafa fengið slíka heimsókn eru þeir beðnir um að tilkynna það til lögreglunnar og Brunavörnum Árnessýslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert