Gæta þess að gott bil sé við þann næsta í biðröðinni

Posakerfið bilaði í Hagkaup í Spönginni og myndaðist röð í …
Posakerfið bilaði í Hagkaup í Spönginni og myndaðist röð í hraðbankann og allir með gott bil á milli sín. mbl.is/Ingó

Flestir landsmenn eru löghlýðnir og reyna eftir besta megni að fara eftir reglum samkomubanns heilbrigðisyfirvalda. Vandræði sköpuðust í Spönginni í gær og þá þurftu viðskiptavinir að fara í hraðbanka Arion banka.

Röðin var óvenju löng því fólkið gætti þess að hafa gott bil á milli. Í gær höfðu liðlega 800 manns smitast af kórónuveirunni hér á landi en 82 af þeim hafði batnað. Sautján sjúklingar voru á Landspítalanum til aðhlynningar vegna kórónusmits, þar af voru þrír í öndunarvél á gjörgæslu.

Nú eru tekin eins mörg sýni til greiningar og þurfa þykir þar sem nóg er til af sýnatökupinnum. Íslensk erfðagreining hefur í dag á ný sýnatöku til að kanna samfélagsmit. Kórónuveiran 2-6, 10-11, 12-14

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »