Súðbyrðingur tilnefndur af UNESCO

Súðbyrðingur. Norræn bátasmíði á sér langa og merka sögu.
Súðbyrðingur. Norræn bátasmíði á sér langa og merka sögu.

Norðurlandaríkin öll, ásamt sjálfsstjórnarríkjunum Færeyjum og Álandseyjum, standa saman að tilnefningu norrænnar trébátasmíði á skrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, um óefnislega menningararfleifð mannkynsins.

Þar er mælst til að skráð verði verklag, siðir, venjur og hættir sem tengjast norrænum súðbyrtum trébátum. Umsóknin var afhent í vikunni í París, undirrituð af ráðherrum allra norrænu ríkjanna.

Hinn dæmigerði norræni trébátur, oft nefndur súðbyrðingurinn, hefur fylgt Norðurlandabúum um árþúsundir og greitt þeim leið um hafið. Súðbyrðingarnir voru farkostir fólks hvarvetna með ströndum Norðurlanda.

Menningararfur að glatast

Súðbyrtum bátum hefur fækkað verulega undanfarna áratugi og sífellt fækkar bátasmiðum sem kunna til verka. Þegar svo er komið er menningararfur að glatast og líkur á að menningarverðmætin sem felast í norræna súðbyrðingnum hverfi í stað þess að erfast til komandi kynslóða, segir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »