Tár á hvarmi sumra eftir sönginn

mbl.is/Eggert

Sönghópurinn Lóurnar kom við fyrir utan hjúkrunarheimilið Mörk, stillti sér upp á göngustígnum og söng fyrir heimilisfólk, sem sat úti á svölum dúðað í hlý föt og vafin í teppi.

Á vef Merkur kemur fram að sönghópurinn hafi slegið í gegn. Heimilismenn hafi tekið hressilega undir og jafnvel sést tár á hvarmi sumra, svo mikil hafi gleðin verið að heyra sönginn.

mbl.is/Eggert

Ragnhildur G. Hjartardóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, segir heimilið í skrýtinni biðstöðu og að þar sé þakkað fyrir hvern dag og viku sem líður hjá án þess að óværan berist í hús.

„Enn hefur ekkert smit greinst hjá okkur og heimilismenn eru við góða heilsu og er það mikil blessun,“ segir hún á vef heimilisins.

mbl.is/Eggert

„Daglega förum við yfir stöðuna og verkferla og gerum endurbætur þar sem þess þarf. Starfsfólk í eldhúsi og í ræstingu hefur verið skipt í tvö teymi til að minnka líkurnar á að missa þau öll út í einu. Búið er að loka hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofu en starfsfólk sýnir listir sínar í að setja rúllur og blása hár og allt er gert með gleði í hjarta og með hagsmuni heimilismanna að leiðarljósi.“

mbl.is/Eggert
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert