Andlát: Heimir Jónasson

Heimir Jónasson.
Heimir Jónasson.

Heimir Jónasson markaðsráðgjafi lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 28. mars 2020, 53 ára að aldri.

Heimir fæddist 13. apríl 1966 og ólst upp í Hlíðunum og síðar á Seltjarnarnesi í stórri fjölskyldu. Hann var Valsari í húð og hár og lék körfubolta með Val og yngri landsliðum við góðan orðstír. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1986, útskrifaðist úr University of Television and Film í München í Þýskalandi árið 1995 og lauk MBA-námi úr Háskóla Íslands árið 2017. Heimir starfaði sem dagskrárstjóri Stöðvar 2, vann á markaðsdeild Icelandair, var framleiðslustjóri á Latabæ, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs, viðskiptastjóri hjá Íslensku auglýsingastofunni, þjálfari hjá Dale Carnegie og um árabil rak hann eigið markaðsfyrirtæki; Icelandic Cowboys.

Foreldrar Heimis voru Jónas Jóhannsson, flugumsjónarmaður, sem lést árið 2013 og Guðmunda Markúsína Þorleifsdóttir, sjúkraliði. Eftirlifandi eiginkona Heimis er Berglind Magnúsdóttir og börnin þrjú, Markús, Áshildur og Silja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »