Sóttvarnaráð fundar á næstunni

Vilhjálmur Ari Arason heilsugæslulæknir situr í sóttvarnaráði.
Vilhjálmur Ari Arason heilsugæslulæknir situr í sóttvarnaráði. mbl.is/Sigurður Bogi

Til stendur að boða til fundar í sóttvarnaráði á allra næstu dögum. Þetta staðfestir Vilhjálmur Ari Arason læknir, sem situr í ráðinu, í samtali við mbl.is. Sóttvarnaráð hefur ekki komið saman til fundar síðan 14. febrúar, eða áður en fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi.

Vilhjálmur segir að hann hafi sent formanni ráðsins og sóttvarnalækni bréf fyrir viku síðan, þar sem hann hafi greint frá þeirri skoðun sinni að rétt væri að boða fund. „Ég var ekki að krefjast neins,“ segir Vilhjálmur sem telur það vera hlutverk ráðherra að óska eftir áliti ráðsins.

„Við höfum engar valdheimildir, en erum ráðherra til ráðgjafar,“ segir Vilhjálmur. Honum hafi því fundist sérkennilegt að heyra Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í viðtali á dögunum tala um hið víðtæka samráð sem ætti sér stað milli ráðuneytis og stofnana samfélagsins vegna veirunnar á sama tíma og ráðherra hefði ekki óskað eftir áliti ráðsins.

Í samtali við mbl.is á laugardag sagðist Svandís telja eðlilegt að ráðið væri kallað til fundar ef einhver aðili þess óskar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert