Leitaði til lögreglu eftir aðstoð

mbl.is/​Hari

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar lögreglu í Austurbænum (hverfi 104) síðdegis í gær þegar farþegi sem hann hafði ekið neitaði að greiða fyrir aksturinn. Þetta er annar dagurinn í röð sem leigubílstjórar óska eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem neita að greiða umbeðinn akstur.

Lögreglan handtók mann á þriðja tímanum í nótt í austurbænum (hverfi 105) sem er grunaður um innbrot í bifreiðir í hverfinu.

Lögreglan stöðvaði för ökumanns í hverfi 104 klukkan 18 í gær sem reyndist sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu. Rúmri klukkustund síðar var annar ökumaður stöðvaður fyrir sama brot í Árbænum.

Í nótt var síðan ökumaður undir áhrifum fíkniefna stöðvaður í Kópavoginum. 

Tilkynnt var til lögreglu um umferðaróhöpp í Árbæ og Kópavogi um klukkan 23 í gærkvöldi. Ekki urðu slys á fólki í Árbænum en eitthvert tjón á bílunum. Ekkert frekar er skráð um óhappið í Kópavoginum í dagbók lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu.

Skráningarmerki voru klippt af bifreið í Árbæ um klukkan 20 í gærkvöldi þar sem eigandi hennar hafði ekki greitt tryggingar af henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert