„Samhugur og sorg í bænum“

Sorg er í Hveragerði.
Sorg er í Hveragerði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kerti loguðu víða í Hveragerði í gærkvöld í minningu hjóna úr bænum sem bæði létust af völdum kórónuveirunnar. Konan lést í síðustu viku og maðurinn í gær. „Það er gríðarlegur samhugur og sorg í bænum,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri.

„Þetta er fólk sem hefur búið hér lengi og á stóra fjölskyldu, systkini, börn og barnabörn. Mann grunaði ekki að þetta gæti gerst svona.“

Íbúar í Hveragerði tóku sig saman um að kveikja á kertum í görðum klukkan 20 í gærkvöld og minnast hjónanna um leið og þeir sendu innilegar samúðarkveðjur til ástvina þeirra. „Kertaljós loga víða í görðum bæjarbúa,“ sagði Aldís.

Innileg samúðarkveðja frá bæjarráði Hveragerðis fyrir hönd bæjarstjórnar til þeirra sem nú eiga um sárt að binda var birt á heimasíðu bæjarins. „Stórt skarð hefur verið höggvið í samfélagið hér í Hveragerði vegna yfirstandandi faraldurs Covid-19 og sorg ríkir í bænum okkar,“ sagði í kveðjunni.

Ekkert barn af þeim 133 sem hafa greinst með sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur hefur veikst alvarlega. Þetta segir Valtýr Stefán Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins. Af þessum 133 börnum eru flest eldri en 10 ára eða 83, 50 eru yngri en 10 ára og af þeim eru sex yngri en ársgömul. Ekki hefur þurft að leggja neitt barnanna inn nema dreng á Akureyri, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »