Vilja fullgilda Haag-samninginn

Höfuðstöðvar Þjóðskjalasafns Íslands við Laugaveg.
Höfuðstöðvar Þjóðskjalasafns Íslands við Laugaveg.

Þjóðskjalsafnið telur að fullgilding Íslands á Haag-samningnum frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum muni hafa jákvæð áhrif á og renna styrkari stoðum undir varðveislu menningarverðmæta hér á landi.

Þetta kemur fram í umsögn Hrefnu Rótbertsdóttur þjóðskjalavarðar við þingsályktunartillögu þingmanna Samfylkingarinnar um efnið. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Njörður Sigurðsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Samkvæmt Haag-samningum skuldbinda aðildarríki sig til að undirbúa varðveislu á friðartímum, svo sem með skráningu þeirra, gerð viðbragðsáætlana, gerð áætlana um brottflutning hreyfanlegra menningarverðmæta, tryggja vernd menningarverðmæta sem ekki er hægt að flytja og að tilnefna lögbær yfirvöld sem bera ábyrgð á varðveislu og vernd menningarverðmæta.

Í umsögninni segir að af þessu leiði að samfélagið verði betur viðbúið að takast á við vá sem steðjar að menningarverðmætum þegar áföll ríða yfir. Hér á landi myndi það einkum eiga við um náttúruhamfarir, svo sem jarðskjálfta, eldgos og flóð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert