Erindi frá 4.000 ferðamönnum

Ráðamenn í Tíról hafa verið gagn­rýnd­ir fyr­ir að bregðast of …
Ráðamenn í Tíról hafa verið gagn­rýnd­ir fyr­ir að bregðast of seint við og jafn­vel hunsað viðvar­an­ir, meðal ann­ars þær sem komu frá ís­lensk­um heil­brigðis­yf­ir­völd­um. AFP

Ekki hefur fjölgað Íslendingum í þeim hópi sem nú undirbýr hópmálsókn gegn ráðamönnum í Tíról í Austurríki með aðstoð austurrískra neytendasamtaka, segir Peter Kolba, framkvæmdastjóri samtakanna, í samtali við mbl.is. Einn Íslendingur er í hópnum, eins og greint hafði verið frá. Kolba segir það koma sér á óvart að Íslendingum í hópnum hafi ekki fjölgað, en segir að fjöldi ferðamanna frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð sé á meðal þeirra sem eru í hópnum.

Hann segir hins vegar að stöðugt fjölgi í hópnum og sagði síðdegis í dag að samtökunum hefðu núna borist erindi frá fjögur þúsund ferðamönnum. Spurður um málsmeðferðina segir hann að fyrsta skrefið, sem þegar hafi verið tekið, hafi veirð kæra sem send var til saksóknaraembættisins í Innsbruck, höfuðborgar Tíról. Næst á eftir fylgi svo undirbúningur umræddrar hópmálsóknar, um skaðabótakröfur ferðamanna á hendur ríkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert