Ekki alveg sloppin við veðrið

Það hvessir aftur í kvöld.
Það hvessir aftur í kvöld. mbl.is/Hallur Már

Spár gera ráð fyrir fremur aðgerðalitlu veðri fyrir hluta dags en síðdegis gengur í suðvestan hvassviðri með skúrum og síðar éljum. Bálhvasst verður um norðanvert landið í kvöld.

Það gengur í suðvestan 13 til 20 m/s eftir hádegi og fer kólnandi í kvöld.

Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig í dag en spár gera ráð fyrir frosti um allt land í kvöld.

Fram kemur á veðurvefnum Bliku að þótt flestir fagni því að snjó hafi að mestu tekið upp á láglendi frá í gærkvöldi séum við ekki alveg sloppin við veðrið.

Bent er á að síðdegis herði á suðvestanáttinni og kólni. Él verða á Hellisheiðinni seinnipartinn með 14-17 m/s. Í fyrramálið snjóföl að nýju, ekki þó mikil, yfirleitt suðvestan- og vestantil.  

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert