Sinntu eftirliti vegna samkomubanns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í gærkvöldi og nótt eftirliti vegna samkomubanns á skemmtistöðum. Allir staðir sem farið var á reyndust lokaðir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Þar kemur einnig fram að óskað var eftir aðstoð lögreglu á slysadeild í nótt vegna einstaklings sem var til vandræða á biðstofu og var viðkomandi vísað út.

mbl.is