Sunnan hvassviðri síðdegis

Það verður eflaust hægt að skokka úti í dag.
Það verður eflaust hægt að skokka úti í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óveður er gengið niður á stærstum hluta landsins en enn er þó vonskuveður á Vestfjörðum. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum.

Í athugasemd veðurfræðings kemur fram að það verði batnandi veður norðvestanlands með morgninum.

Aðgerðalítið verður á landinu fyrri part dags en síðdegis gengur í suðvestan hvassviðri með skúrum og síðar éljum. Hiti í dag verður um og undir frostmarki.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is