3% samdráttur í fjölda gistinátta

Heildarfjöldi gistinátta dróst saman milli ára.
Heildarfjöldi gistinátta dróst saman milli ára. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heildarfjöldi gistinátta ferðamanna á Íslandi var um 10 milljónir árið 2019 en var 10,4 milljónir árið áður. Samdrátturinn var misjafn eftir landshlutum en alls fækkaði  gistinóttum ferðamanna hér á landi um 3% milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Gistinóttum fækkaði nokkuð á höfuðborgarsvæðinu eða um 7% og svipað var upp á teningnum á Suðurnesjum þar sem samdrátturinn nam tæplega 6%. Aftur á móti fjölgaði gistinóttum á Vestfjörðum um 12,1% á árinu 2019.

10,8% samdráttur í Airbnb

Á árinu varð 1,2% fækkun á hótelum og gistiheimilum, 6,3% samdráttur á tjaldsvæðum, 10,8% samdráttur á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður og 0,9% samdráttur í annarri innigistingu.

Samkvæmt áætlun byggðri á landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands voru gistinætur erlendra ferðamanna árið 2019 tæplega 160.000 í bílum utan tjaldsvæða og um 300.000 hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða annars staðar þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert