Frumvarp fær óblíðar viðtökur

rumvarp þeirra Ingu Sæland og Guðmundar Inga Kristinssonar hefur hlotið …
rumvarp þeirra Ingu Sæland og Guðmundar Inga Kristinssonar hefur hlotið óblíðar móttökur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frumvarp tveggja þingmanna Flokks fólksins um breytingar á höfundalögum fær óblíðar viðtökur hjá öllum þeim sem sent hafa Alþingi umsögn um það.

Frumvarpið, sem borið er fram af Guðmundi Ingi Kristinssyni og Ingu Sæland, felur í sér aukinn rétt húseigenda til að gera breytingar á eigin húsum og skerðir jafnframt rétt höfunda mannvirkja.

Í greinargerð segir að markmiðið sé að ekki þurfi lengur að leita samþykkis höfundar ef breyta eigi mannvirki. Í umsögn Bandalags íslenskra listamanna segir að hugmyndir flutningsmanna lýsi verulegu skilningsleysi á höfundarréttarlögum sem og byggingarlist.

Bent er á að í núgildandi höfundarréttarlögum séu fyrir verulegar heimildir til breytinga á mannvirkjum. Samtök arkitektastofa segja að tilgangur frumvarpsins sé í raun að afnema höfundarrétt hönnuða af mannvirkjum. Gagnrýna þau sérstaklega samlíkingu flutningsmanna við tónverk. Samþykki tónhöfundar þurfi ef tónverk sé stytt, klipptur bútur úr því, bætt við viðlögum eða erindum eða texta breytt. Rökin eigi því á engan hátt við sem forsenda fyrir þessum breytingartillögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert