Getur náð til átta milljarða á þremur mánuðum

Heilbrigðisstarfsmaður á Landspítalanum.
Heilbrigðisstarfsmaður á Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Ef mikill og óheftur samgangur er á milli fólks, sem er sjaldnast, gæti kórónuveiran mögulega náð til allrar heimsbyggðarinnar, átta milljarða manna, á rúmlega þremur mánuðum. Frá því að COVID-19-sýking kemur fram getur einstaklingur smitað um fjóra aðra á einni viku.

Þetta kemur fram í svari Ólafs S. Andréssonar, prófessors í erfðafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, á Vísindavefnum við spurningunni „Hversu hratt gæti COVID-19 smitast um alla heimsbyggðina og hversu fljótt væri hægt að stöðva faraldurinn?

Sýktir umgangist fáa náið

Varðandi áhrif samkomubanns og tveggja metra reglunnar segir hann að ef samkomubann og aðrar umgengnistakmarkanir leiða til þess að sýktir einstaklingar hitta enga aðra þá sýkja þeir heldur enga aðra og faraldurinn mun því fljótt líða undir lok.

„Í reynd er varla hægt að koma algjörlega í veg fyrir samgang, og þess þarf heldur ekki. Aðalatriði er að sýktir einstaklingar umgangist svo fáa náið, að þeir smiti sem fæsta. Ef þeir sem sýkjast eru að meðaltali færri en þeir sem eru sýktir (R=smittala <1), þá fækkar sýktum. Því lægri sem smittalan R er, því hraðar fækkar sýktum og faraldurinn deyr fljótt út (á nokkrum mánuðum),“ skrifar Ólafur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert