Áfram sektað

Ökumenn í miðbænum þurfa enn að greiða í stöðumæli, þó …
Ökumenn í miðbænum þurfa enn að greiða í stöðumæli, þó að plássið sé ekki af eins skornum skammti og fyrir tíma faraldursins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sumt breytist aldrei og bílastæðaverðir láta ekki deigan síga vegna kórónuveirufaraldursins á meðan engin augljós ástæða er til. Þeir eru á ferli um bæinn og hver sá sem fer á svig við gjaldskyldu eða aðrar reglur á áfram á hættu að fá sekt.

Á meðan tilmæli yfirvalda kveða ekki á um annað verður þessu áfram svona háttað, samkvæmt upplýsingum frá Bílastæðasjóði. Bílar á borð við þann sem mbl.is barst ábending um verða því áfram að hlýða reglunum, en sá kúrði einn og yfirgefinn á tómum Veghúsastíg með sekt á framrúðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert