Smitum fjölgaði um 30

Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Staðfest­um kór­ónu­veiru­smit­um fjölgaði um 30 síðastliðinn sól­ar­hring og er heild­ar­fjöldi staðfestra smita því orðinn 1.616. 

Þetta kemur fram á covid.is.

Alls var 671 sýni tek­ið hjá sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og 1.284 hjá Íslenskri erfðagrein­ingu. Já­kvæð sýni voru 29 hjá Land­spít­al­an­um og eitt hjá Íslenskri erfðagrein­ingu.

60% þeirra sem greind­ust voru í sótt­kví. 39 liggja á spít­ala, þar af 13 á gjör­gæslu. Sex eru lát­in.

 

mbl.is