Skora á slökkvilið landsins að styrkja Von

Slökkviliðsmenn stilltu sér upp til myndartöku og var að sjálfsögðu …
Slökkviliðsmenn stilltu sér upp til myndartöku og var að sjálfsögðu passað upp á að hlýða Víði og hafa tvo metra á milli manna. mbl.is/Alfons Finnsson

Starfsmannafélag Slökkviliðs Snæfellsbæjar er ákaflega þakklátt fyrir það frábæra og vandasama starf sem á sér stað hjá heilbrigðisstarfsmönnum landsins þessa dagana og ákvað að styrkja Von, styrktarfélag gjörgæsludeildar Landspítalans, með kaupum á bolum sem á stendur „Ég hlýði Víði“ fyrir alla liðsmenn slökkviliðsins.

Starfsmannafélagið bætti svo um betur og styrkti félagið um 100.000 krónur að auki, og skorar á önnur slökkvilið landsins að styrkja gjörgæsluna.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman