Reyna að losna undan bílakaupum

Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar.
Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bílaleigur reyna nú hvað þær geta til að hætta við kaup á nýjum bílum sökum þess að útlit er fyrir það að ferðamannasumarið verði ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri ár.

Steingrímur Birgisson, forstjóri hjá Bílaleigu Akureyrar, segir að fyrirtækinu hafi tekist að afstýra fyrirhuguðum kaupum á 15-20% þeirra nýju bíla sem áætlanir voru uppi um að fjárfesta í. Viðræður standi við umboðin um að skera þau kaup enn frekar niður. „Við erum að reyna að fresta eða losna undan kaupum eins og hægt er, en það er oft ekki hægt. Í mörgum tilfellum eru bílarnir þegar komnir til landsins,“ segir Steingrímur og bætir við að standa verði við þau kaup.

Hann segir að áætlanir hafi verið um svipaðan fjölda í bílakaupa og undanfarin ár. Gera megi ráð fyrir því að stór hluti þessara nýju bíla verði látinn standa til næsta sumars. „Við höfum enga þörf fyrir alla þessa bíla en ef við neyðumst til að kaupa þá verða þeir að bíða til næsta sumars,“ segir Steingrímur.

Hann segir að ekki séu forsendur fyrir því að endursemja um verð á bílunum vegna minni eftirspurnar. Þvert á móti hafi verð hækkað vegna gengislækkunar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka