Ketilbjöllur á leið í Góða Hirðinn

„Ég er alveg viss um að eftir svona 2-3 mánuði þá muni berast hingað ketilbjöllur og ýmis æfingabúnaður sem fólk hefur verið að ná sér í og er með á stofugólfinu heima,“ segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða Hirðisins sem opnaði eftir lokun í um mánuð en töluverð biðröð myndaðist fyrir opnunina.

Sagan sýni að þær vörur sem seljist í miklu magni hér á landi skili sér í nytjagáma Góða Hirðisins áður en langt um líður. Ruth býst við að það verði þegar líkamsræktarstöðvarnar opni að nýju í þetta skiptið.

Einungis er hægt að taka á móti 15 manns í versluninni í einu en opið er frá kl. 12-16. Um tuttugu starfsmenn hafa þurft að minnka starfshlutfallið niður í 50% vegna lokunarinnar en Ruth segist eiga von á töluverðri aukningu næstu misserin þar sem reynslan sýni að fólk leiti í Góða Hirðinn þegar kreppir að. 

mbl.is kom við í Góða Hirðinum í dag þar sem talsvert var af fólki þó megnið af því hafi beðið í röð eftir því að komast inn í verslunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert